Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. nóvember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Losnar Chelsea úr félagaskiptabanni fyrir janúar?
Mynd: Getty Images
Íþróttadómstóll Evrópu mun þann 20. nóvember næstkomandi taka fyrir áfrýjun Chelsea á félagaskiptabanni sem félagið er í.

Chelsea var dæmt í félagaskiptabann fyrir að brjóta reglur í samningum við 70 unga leikmenn.

Félagið var dæmt í eins árs bann og gat ekki keypt neina leikmenn í sínar raðir í sumar.

Með áfrýjun vonast Chelsea til að losna úr banninu áður en félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Íþróttadómstóllinn mun skoða málið þann 20. nóvember og lokaúrskurður ætti að liggja fyrir áður en kemur að janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner