Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. nóvember 2019 09:44
Magnús Már Einarsson
Pogba segist vera klár eftir þrjár og hálfa viku
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, reiknar með að snúa aftur á völlinn eftir þrjár og hálfa viku. Pogba hefur verið frá keppni síðan í lok september.

„Ég verð í gifsi í tíu daga í viðbót. Eftir það taka við tvær vikur af endurhæfingu," sagði Pogba.

Pogba horfði á liðsfélaga sína tapa 1-0 gegn Bournemouth um helgina og hann var spurður út í tilfinninguna að geta ekki hjálpað til.

„Þetta er það versta," sagði Pogba. „Eftir á sérðu liðsfélagana fara á æfingu og út á völl og það er ekki auðvelt."

„Þú æfir inni en þú vilt hjálpa liðinu þegar þú ert meiddur og þetta er ekki auðvelt (andlega). Mikilvægast er að ná að jafna sig almennilega."

Athugasemdir
banner
banner