Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 04. nóvember 2019 14:02
Elvar Geir Magnússon
Söyuncu besti miðvörður tímabilsins hingað til?
Caglar Söyuncu og Brendan Rodgers.
Caglar Söyuncu og Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Er Caglar Söyuncu búinn að vera besti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar hingað til? Þessari spurningu var velt upp í nýjasta Innkastinu.

Martin Keown, sparkspekingur BBC, er mikill aðdáandi tyrkneska varnarmannsins eins og fram kemur í nýjasta pistli hans.

„Því meira sem ég sé af Caglar Söyuncu því hrifnari er ég af honum. Hann er bara 23 ára en hann er búinn til fyrir nútíma fótbolta. Hann er ákveðinn og góður í loftinu og mjög hugaður," segir Keown.

„Söyuncu virðist aldrei í vandræðum. Við sáum lítið af honum síðasta tímabil þegar hann var fjórði kostur en Brendan Rodgers sá augljóslega eitthvað í honum á æfingasvæðinu. Það var hressandi að sjá Leicester veðja á ungan og spennandi leikmann til að fylla skarð Harry Maguire sem var seldur til Manchester United."

„Ég er aðdáandi varnarlínu Leicester en Söyuncu og hinn reynslumikli Jonny Evans hafa myndað frábært miðvarðapar. Báðir voru svakalegir í 2-0 sigrinum gegn Crystal Palace í gær. Þeir létu að sér kveða í báðum teigum og Söyuncu skoraði fyrra markið en Evans var líka nálægt því að skora."
Innkastið - Brasilíubakverðir Liverpool og Emery grettur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner