Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. nóvember 2019 12:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Stjarnan ætlar að halda Jósef - Guðmundur Steinn fer
Jósef Kristinn Jósefsson.
Jósef Kristinn Jósefsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stjarnan ætlar að ganga frá nýjum samningi við vinstri bakvörðinn Jósef Kristinn Jósefsson. Hinn þrítugi Jósef er samningslaus en hann hefur verið orðaður við uppeldisfélag sitt Grindavík eftir tvö ár í Garðabæ. Stjarnan ætlar hins vegar að halda honum.

„Jobbi verður hjá okkur. Það er ekki klárt en hann verður samt hjá okkur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í útvaprsþætti Fótbolta.net um helgina.

Framherjinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson er einnig samningslaus en hann er á förum eftir tvö ár í Garðabæ.

„Ég reikna með að Guðmundur fari. Ég skil það mjög vel að hann vilji fá meiri spiltíma. Það vilja allir spila meira. Ég hef verið mjög ánægður með Guðmund Stein í því hlutverki sem ég fékk hann í. Á endanum vilja menn spila fótbolta. Ég tala nú ekki um þegar þeir eru komnir á þrítugsaldurinn og telja sig hafa mikið fram að færa í þessari deild," sagði Rúnar Páll.

„Þetta er frábær náungi og frábær fótboltamaður. Ég vil hafa senterana mína fljóta, snögga, áræðna og sterka. Guðmudur Steinn er sterkur en kannski ekki sá sneggsti og ég vil hafa senterana mína þannig."

Hilmar Árni fær tíu hlutverkið
Það að Baldur Sigurðsson og Guðmundur Steinn séu á förum þýðir að Hilmar Árni Halldórsson mun spila meira fremst á miðjunni en undanfarin tímabil.

„Baldur og Guðmundur hafa leyst þessa tíu stöðu hjá okkur undanfarin ár. Núna gæti Hilmar farið þangað því við erum komnir með öflugan kantmann í Sölva Snæ. Hann er klár í að leysa stöðuna vinstra megin og þá getum við kannski hliðrað Hilmari á miðja miðjuna," sagði Rúnar Páll í útvarpsþættinum.
Rúnar Páll á leið inn í sjöunda tímabilið sem aðalþjálfari Stjörnunnar
Athugasemdir
banner
banner