Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. nóvember 2019 18:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tottenham áfrýjar rauða spjaldinu sem Son fékk
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Heung-min Son fékk gegn Everton í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Son braut á Andre Gomes sem fór ansi illa út úr samstuði sem hann lenti í í kjölfarið.

Dómari leiksins ætlaði að gefa Son gult spjald en VAR breytti dómnum í rautt spjald. Son fékk rautt spjald fyrir að hafa sett leikmanninn sem hann braut á í hættu. Son fór af velli miður sín vegna meiðsla Gomes og skildi auk þess lítið í rauða spjaldinu.

Mauricio Pochettino, stjóri Spurs, sagði við Son á æfingu í dag að hann ætti ekki að kenna sjálfum sér um. Son mun ferðast með Tottenham til Belgrad þar sem félagið mætir Red Star á morgun í Meistaradeildinni.

Þá var Harry Kane einnig mættur til æfinga hjá Tottenham en hann lék ekki í gær vegna veikinda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner