Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 04. nóvember 2019 13:13
Magnús Már Einarsson
Vilhjálmur Alvar dæmir hjá Sevilla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik F91 Dudelange og Sevilla í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Leikurinn fer fram í Lúxemborg.

Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson. Fjórði dómari er Ívar Orri Kristjánsson.

Sevilla er sigursælasta liðið í sögu Evrópudeildarinnar en liðið vann hana 2006, 2007, 2014, 2015 og 2016.

Sevilla er í dag með fullt hús stiga á toppi riðilsins í Evrópudeildini en liðið vann Dudelange 3-0 á Spáni í síðasta mánuði. Dudelange er með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins, stigi á eftir Qarabag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner