Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 04. nóvember 2020 17:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
United getur verið sóknarasinnaðra þegar Tuanzebe er í liðinu
Tuanzebe gegn Kylian Mbappe
Tuanzebe gegn Kylian Mbappe
Mynd: Getty Images
Manchester United mætir Basaksehir í Istanbul í leik sem hefst klukkan 17:55. Liðin mætast í Meistaradeildinni og er leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport 4.

Paul Scholes, fyrrum leikmaður United, er einn af sérfræðingum BT Sport fyrir leikinn. Í kjölfarið á tíðindum er varða byrjunarlið Manchester United í leiknum sagði Scholes sína skoðun á því.

Byrjunarlið Manchester United: Henderson, Wan-Bissaka, Tuanzebe, Maguire, Shaw, Matic, Van de Beek, Mata, Fernandes, Rashford, Martial.

Í byrjunarliðinu er Axel Tuanzebe í miðverðinum við hlið fyrirliðans Harry Maguire. „Mér finnst Harry Maguire góður leiðtogi. Það eru ekki margir í hópnum [leiðtogar], mögulega er Bruno Fernandes slíkur. Vandamál Maguire er hans varnarleikur einn á móti einum og með Lindelöf sér við hlið. Þess vegna hefur Solskjær stillt upp liði sem verndar miðvarðarparið," sagði Scholes.

„Í kvöld er Ole með einn varnarsinnaðan miðjumann þar sem Tuanzebe er í liðinu. Ég er viss um að Tuanzebe getur varist einn og sér - við sáum hversu góður hann var í París, hann er í engum vandræðum að verjast einn gegn einum," bætti Scholes við.

Tuanzebe er að spila sinn annan leik á tímabilinu, hinn var gegn PSG fyrir tveimur vikum.
Athugasemdir
banner
banner