Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 04. nóvember 2021 15:53
Elvar Geir Magnússon
Aron Jó: Ætla að verða Íslands- og bikarmeistari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson er kominn aftur í íslensku deildina en hann var kynntur á Hlíðarenda í dag. Í viðtali við Fótbolta.net segist Aron ætla að verða Íslands- og bikarmeistari með Valsmönnum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Aron sig um endurkomuna til Íslands, ástæðuna fyrir því að hann valdi Val, stöðuna á sér eftir meiðslin í Póllandi og fleira.

Fréttatilkynning Vals:
Aron Jóhannsson, fæddist í Alabama fyrir rétt um 32 árum er genginn til liðs við Val.

Hann flutti til Íslands þriggja ára gamall en kaus síðar að spila með bandaríska landsliðinu.

Aron lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Fjölni 18 ára gamall og lék með þeim 37 leiki og skoraði í þeim 13 mörk . Seinna keppnistímabilið með Fjölni skoraði Aron 12 mörk og var valinn besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar síðari tímabil sitt með Fjölni. Tvítugur gekk hann til liðs við AGF Aarhus í Danmörku og skoraði 23 mörk í 65 leikjum. Árið 2012 setti hann met í dönsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk á 3 mínútum og 50 sekúndum, gegn Horsens. Hann bætti síðan við fjórða markinu en það tók hann aðeins 16 mínútur að skora mörkin fjögur, sem er líka met í úrvalsdeildinni.

Þremur árum seinna var Aron keyptur til AZ Alkmaar í Hollandi og skoraði 29 mörk í 58 leikjum. Árið 2015 skipti hann yfir í þýsku Bundesligan og lék þar með Werder Bremen í fjögur ár en glímdi lengstum við meiðsli. Því næst lék hann með Hammerby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í 32 leikjum. Á þessu ári skipti Aron yfir í pólska liðið Lech Poznan og náði 9 leikjum áður en hann meiddist á öxl.

Aron lék 10 leiki með U-21 árs landsliði Íslands en 19 leiki fyrir Bandaríkin undir stjórn Jürgen Klinsmann, m.a. á HM í Brasilíu 2014.

Framlínumaðurinn er þekktur fyrir að vera sterkur liðsmaður, hraður og gæddur keppnishörku.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner