Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. nóvember 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Barcelona og Juventus meðal liða sem Man Utd gæti mætt í umspilinu
Liðin sem taka þátt í umspilinu í Evrópudeildinni - Flest frá Frakklandi
Mynd: Getty Images
Pellegrini skoraði tvö mörk í gær og tryggði Roma sæti í umspilinu
Pellegrini skoraði tvö mörk í gær og tryggði Roma sæti í umspilinu
Mynd: EPA

Riðlakeppninni í Evrópukeppnunum lauk í gær þegar lokaumferðin í Evrópu- og Sambandsdeildinni fór fram.


Það er breyting á Evrópudeildinni í ár en liðin sem hafna í 3. sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar mæta liðum sem hafna í 2. sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Liðin sem unnu riðlana í Evrópudeildinni eru sjálfkrafa komin áfram í 16 -iða úrslitin.

Liðin sem voru í 2. sæti í Evrópudeildinni eru eftirfarandi:

Manchester United (England)
Midtjylland (Dannmörk)
Nantes (Frakkland)
Monaco (Frakkland)
PSV Eindhoven (Holland)
Rennes (Frakkland)
Roma (Ítalía)
1. FC Union Berlin (Þýskaland)

Liðin sem voru í 3. sæti í Meistaradeildinni eru eftirfarandi:

Ajax (Holland)
Barcelona (Spánn)
Bayer Leverkusen (Þýskaland)
Juventus (Ítalía)
RB Salzburg (Austurríki)
Sevilla (Spánn)
Shakhtar Donetsk (Úkraína)
Sporting Lissabon (Portúgal)

Lið frá sama landi geta ekki mætt hvor öðru, Ajax getur t.d. ekki mætt PSV. Umspilið fer fram 16. febrúar og síðari viðureignirnar viku síðar. Dregið verður á mánudaginn næstkomandi.

16-liða úrslitin hefjast síðan 9. mars.


Athugasemdir
banner
banner