Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 04. nóvember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Diogo Costa framlengir við Porto
Mynd: EPA

Markvörðurinn Diogo Costa hefur skrifað undir nýjan samning við Porto en hann gildir til ársins 2027.


Samkvæmt heimildum Fabrizio Romano er klásúla í samningnum hans að ef það kemur tilboð upp á 75 milljónir evra verði Porto að samþykkja það.

Costa er 23 ára gamall Portúgali en hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Porto í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.  Liðið vann sinn riðil og hann varði m.a. tvær vitaspyrnur í lokaumferðinni.

Hann er uppalinn í Porto og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2019. Hann á sjö leiki að baki með portúgalska landsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner