Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 04. nóvember 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Köstuðu pissi á bekkinn hjá Lazio
Mynd: EPA

Lazio tapaði með einu marki gegn engu fyrir Feyenoord á útivelli í Evrópudeildinni í gær.


Það reyndist dýrt þar sem liðið hafnaði í 3. sæti riðilsins og fer í Sambandsdeildina. Þess má geta að öll liðin í riðlinum enduðu með átta stig. Feyenoord fer í 16 liða úrslitin og Midtjylland í umspilið.

Maurizio Sarri var allt annað en sáttur eftir leikinn en hann segir að stuðningsmenn Feyenoord hafi kastað pissi í átt að varamönnum Lazio.

„Það flugu pokar af pissi úr stúkunni í varamannaskýlið okkar. Það þarf ekki að segja það en þetta var pirrandi," sagði Sarri.

Þá er hann ekki ánægður með markið sem liðið fékk á sig.

„Það voru tvö brot í aðdragandanum. Það var brotið á Matteo Cancellieri nálægt mér svo á Patric, það var klárlega ýtt í hann," sagði Sarri.

Markið má sjá hér:


Athugasemdir
banner
banner
banner