Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 04. desember 2020 11:09
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Jói Berg: Ef landsliðsþjálfarinn vill fá mig þá mæti ég
Icelandair
Jóhann Berg er 30 ára gamall.
Jóhann Berg er 30 ára gamall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson ætlar ekki að leggja landsliðsskóna á hilluna. Vangaveltur hafa verið í gangi um hvort Jóhann gæti látið gott heita með landsliðinu til að reyna að lengja félagsliðaferilinn.

Jóhann Berg hefur mikið verið meiddur í töluverðan tíma. Hann hefur komið til baka en oft meiðst aftur.

Bjarni Þór Viðarsson á Síminn Sport spjallaði við Jóhann Berg og spurði hann hreint út hvort hann hefði íhugað að leggja landsliðsskóna á hilluna.

„Maður hefur hugsað alls konar hluti, þegar maður er í svona meiðslum þá hugsar maður út í hvað maður geti gert. En eins og er hugsa ég ekki út í að hætta með landsliðinu," sagði Jóhann.

„Ég er bara þrítugur. Auðvitað hef ég verið mikið meiddur en ég þarf bara að komast í gegnum þetta. Við sem landslið eigum nokkur góð ár eftir og ég vil taka þátt í því. Líka núna þegar drátturinn er á næsta leyti þá vill maður taka þátt í því. Ef landsliðsþjálfarinn vill fá mig þá mæti ég."

Síðdegis á mánudag verður dregið í undankeppni HM og þá ræðst í hvaða riðli Ísland mun vera. Undankeppni HM 2022 fer af stað í lok mars.

Samningur Jóhanns við Burnley í ensku úrvalsdeildinni rennur út eftir tímabilið og óvíst hvað tekur við. „Ég ætla að reyna að ná sem flestum leikjum og svo sjáum við bara hvað gerist," segir Jóhann í viðtalinu sem er í heild á mbl.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner