Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. desember 2021 13:20
Aksentije Milisic
Mourinho mætir Inter í fyrsta sinn á ferlinum
Mourinho og Materazzi fagna.
Mourinho og Materazzi fagna.
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur á dagskrá klukkan 17 í dag en þá mætast AS Roma og Inter Milan í Serie A deildinni á Ítalíu.

Jose Mourinho, þjálfari Roma, mætir Inter Milan í fyrsta skiptið á ferlinum í dag en hann mun lifa í hjörtu stuðningsmanna Inter að eilífu eftir að hann vann þrennuna með liðinu á tímabilinu 2009/10.

Marco Materazzi, fyrrverandi leikmaður Inter, segir að Mourinho hafi ekkert breyst síðan þá en ljóst er að titlunum hefur farið fækkandi hjá Portúgalanum á síðustu árum.

Mourinho hefur unnið 8 titla á síðustu 10 árum en hann hefur ekkert unnið síðan árið 2017 með Manchester United. Þá vann hann deildabikarinn og Evrópudeildina.

Mourinho skrifaði undir þriggja ára samning hjá Roma í sumar. Markmiðið á þessu tímabili er að koma félaginu í deild þeirra bestu á ný, Meistaradeild Evrópu.

Roma hefur gengið illa að finna stöðugleika á þessu tímabili en liðið er í fimmta sæti sem stendur með 25 stig. Inter er í þriðja sætinu með 34 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner