Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. janúar 2020 20:23
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Pressan þeirra gerði gæfumuninn
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti var svekktur eftir 1-0 tap Everton gegn varaliði Liverpool í enska bikarnum.

Ancelotti tefldi fram sterku byrjunarliði og stjórnuðu hans menn gangi mála í fyrri hálfleik án þess þó að koma knettinum í netið.

Ungt varalið Liverpool tók völdin eftir leikhlé og skoraði Curtis Jones glæsilegt sigurmark á 71. mínútu.

„Ég er aðallega pirraður yfir öllum færunum sem við misnotuðum. Þetta eru mikil vonbrigði en nú þarf öll okkar athygli að snúast að því að gera vel í ensku úrvalsdeildinni," sagði Ancelotti.

„Við áttum að spila betur í dag. Við áttum í of miklum erfiðleikum með að spila boltanum úr vörninni.

„Pressan þeirra gerði gæfumuninn í síðari hálfleik og við verðum að læra af þessu. Við erum dottnir úr bikarnum þannig nú leggjum við allt í deildina og þurfum að einbeita okkur að næsta leik. Við getum farið upp töfluna með sigri og það er markmiðið."


Everton hefur farið vel af stað undir stjórn Ancelotti og er í ellefta sæti sem stendur. Liðið á heimaleik gegn Brighton um næstu helgi og freistar þess að klifra yfir Arsenal á stöðutöflunni.

Liðið hefur fengið sex stig úr þremur leikjum undir stjórn Ancelotti. Síðasti leikur var 2-1 tap gegn Manchester City.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner