Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 05. janúar 2020 15:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Liverpool og Everton: Minamino byrjar
Takumi Minamino var keyptur til Liverpool frá Salzburg í Austurríki.
Takumi Minamino var keyptur til Liverpool frá Salzburg í Austurríki.
Mynd: Twitter
Gylfi byrjar hjá Everton.
Gylfi byrjar hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Klukkan 16:01 hefst leikur Liverpool og Everton í ensku bikarkeppninni; grannaslagur af bestu gerð.

Sjá einnig:
Klopp tekst á við vin sinn Ancelotti: Everton hættulegri

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur unnið 18 af 19 leikjum sínum. Everton er í 11. sæti úrvalsdeildarinnar, en liðið hefur aðeins tekið við sér eftir að Carlo Ancelotti var ráðinn.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ákveður að nota hópinn mikið fyrir þennan leik. Frá síðasta deildarleik, 2-0 sigri gegn Sheffield United, halda aðeins tveir leikmenn sæti sínu í byrjunarliðinu; James Milner og Joe Gomez.

Takumi Minamino, sem var keyptur frá Salzburg á um 7 milljónir punda, spilar sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.

Ancelotti breytir ekki jafnmikið og Klopp. Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á miðjunni hjá Everton.

Frá síðasta deildarleik, 2-1 tapi gegn Manchester City, gerir Ancelotti tvær breytingar. Schneiderlin og Walcott koma inn fyrir Davies og Delph.

Roberto Firmino og Mohamed Salah eru ekki í hóp hjá Liverpool.

Byrjunarlið Liverpool: Adrian, Milner, Gomez, Phillips, Williams, Lallana, Chirivella, Jones, Elliott, Minamino, Origi.
(Varamenn: Kelleher, Hoever, Larouci, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Mane, Brewster)

Byrjunarlið Everton: Pickford, Coleman, Holgate, Mina, Digne, Sidibe, Gylfi, Schneiderlin, Walcott, Calvert-Lewin, Richarlison.
(Varamenn: Stekelenburg, Baines, Keane, Delph, Bernard, Davies, Kean)

sunnudagur 5. janúar
14:01 Bristol R. - Coventry
14:01 Burton - Northampton
14:01 Charlton Athletic - West Brom
14:01 Chelsea - Nott. Forest (Stöð 2 Sport 2)
14:01 Crewe - Barnsley
14:01 Crystal Palace - Derby County (Stöð 2 Sport 3)
14:01 Middlesbrough - Tottenham (Stöð 2 Sport)
14:01 QPR - Swansea
14:01 Sheffield Utd - Fylde
16:01 Liverpool - Everton (Stöð 2 Sport)
18:16 Gillingham - West Ham (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner