sun 05. janúar 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cucurella neitar að hafa kallað Militao „apa"
Mynd: Getty Images
Marc Cucurella, leikmaður Getafe sem er á láni frá Barcelona, neitar þeim ásökunum að hafa verið með kynþáttafordóma í garð Eder Militao, varnarmanns Real Madrid, í leik liðanna í gær.

Real vann leikinn 3-0 og skoruðu Raphael Varane og Luka Modric mörkin. Fyrsta markið var sjálfsmark.

Cucurella hefur svarað fyrir sig eftir ásakanir um kynþáttafordóma. Hann hefur verið sakaður um að nota orðið „mico" við Militao, en það þýðir api á spænsku.

Hann segist ekki hafa notað það orð, heldur „pico" sem er slanguryrði yfir munnur.

Þessi 21 árs gamli Spánverji skrifaði: „Orð mín voru 'haltu kjafti'. Ég vil biðjast afsökunar ef það móðgaði einhvern. Þetta er það eina sem ég mun segja um málið."
Athugasemdir
banner
banner
banner