Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 05. janúar 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Curtis Jones: Búinn að vera að grátbiðja um tækifæri
Mynd: Getty Images
Curtis Jones gerði eina mark leiksins er Liverpool sló nágranna sína í Everton úr leik í enska bikarnum í dag.

Jones, 18 ára, skoraði með glæsilegu skoti við vítateigslínuna. Eftir leik viðurkenndi hann að hann hefði aldrei þorað að dreyma um svona byrjun með Liverpool.

Jürgen Klopp tefldi fram varaliði sem tók stjórn á leiknum í síðari hálfleik, eftir erfiðan fyrri hluta.

„Ég er búinn að vera mikið á bekknum á tímabilinu og það hefur verið pirrandi. Það var erfitt þegar ég fékk loks að spila en fór svo beint aftur á bekkinn," sagði Jones að leikslokum.

„Ég er búinn að vera að grátbiðja um að fá tækifæri og vonandi nýtti ég það með góðu marki. Ég get ekki lýst því tilfinningaflóði sem ég finn fyrir þessa stundina.

„Ég er þakklátur fyrir að vera partur af þessum leikmannahópi. Hér erum við með heimsklassaleikmenn í hverri stöðu og það er unaðslegt að læra af þeim. Mér fannst ég sýna hvers ég er megnugur með frammistöðu dagsins.

„Ég er mikill draumóramaður en þetta sem gerðist í dag er einu skrefi lengra en það sem mig dreymdi um."

Athugasemdir
banner
banner
banner