Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. janúar 2020 17:51
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Varalið Liverpool hafði betur gegn Everton
Mynd: Getty Images
Liverpool 1 - 0 Everton
1-0 Curtis Jones ('71)

Hinn 18 ára gamli Curtis Jones gerði eina mark leiksins er Liverpool lagði Everton að velli í slagnum um Bítlaborgina.

Gylfi Þór Sigurðsson var í sterku byrjunarliði Everton á meðan Liverpool tefldi fram varaliði.

Everton átti betri fyrri hálfleik og komst nokkrum sinnum nálægt því að skora en varalið Liverpool tók öll völd á vellinum eftir leikhlé.

Yfirburðir Liverpool, sem mætti til leiks með einn byrjunarliðsmann í formi Joe Gomez, skiluðu sér á 71. mínútu þegar Jones skoraði glæsilegt mark.

Hann sneri knettinum í vinkilinn fjær að hætti Philippe Coutinho og varð þar með yngsti markaskorari Liverpool í nágrannaslagnum síðan ungur Robbie Fowler skoraði á síðustu öld.

Meira var ekki skorað og er Liverpool komið áfram í næstu umferð enska bikarsins á meðan lærisveinar Carlo Ancelotti fara hundsvekktir heim eftir tap gegn varaliði.

Þetta er í annað sinn á einum mánuði sem Jürgen Klopp teflir fram veikburða liði gegn Everton. Liverpool hafði betur 5-2 í deildinni í byrjun desember þrátt fyrir að mæta til leiks án Mohamed Salah, Roberto Firmino og fleiri lykilmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner