Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. janúar 2020 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Belotti afgreiddi Roma á Ólympíuleikvanginum
Belotti er kominn með níu mörk í sextán deildarleikjum.
Belotti er kominn með níu mörk í sextán deildarleikjum.
Mynd: Getty Images
Roma 0 - 2 Torino
0-1 Andrea Belotti ('45)
0-2 Andrea Belotti ('86, víti)

Andrea Belotti var hetja Torino á útivelli gegn AS Roma í kvöld er hann skoraði bæði mörk leiksins í 0-2 sigri.

Heimamenn í Roma voru betri í leiknum og fengu urmul færa en Salvatore Sirigu átti stórleik á milli stanga gestanna og bjargaði forystu sinna manna trekk í trekk.

Belotti skoraði fyrsta mark leiksins skömmu fyrir leikhlé. Hann fékk smá pláss í vítateig Roma og hleypti af bylmingsskoti úr erfiðu færi. Krafturinn var svo mikill að Pau Lopez réði ekki við boltann og staðan orðin 0-1.

Í síðari hálfleik var sóknarþungi Roma gríðarlega mikill en gestirnir héldu út og innsiglaði Belotti sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 86. mínútu. Chris Smalling var óheppinn að fá boltann í höndina innan eigin vítateigs.

Gengi Torino hefur ekki verið sérstakt á tímabilinu og er liðið um miðja deild með 24 stig eftir 18 umferðir. Roma er sem fyrr í fjórða sæti, með 35 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner