Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 05. janúar 2020 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Genoa sýndi lífsmark - Verona lagði botnliðið
Pandev og Pazzini skoruðu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Genoa tók á móti Sassuolo í ítalska boltanum í dag í fyrsta leiknum undir stjórn Davide Nicola, sem er þriðji þjálfari félagsins á leiktíðinni.

Domenico Criscito skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Pedro Obiang, fyrrum leikmaður West Ham, jafnaði fyrir Sassuolo. Staðan var því 1-1 eftir jafnan fyrri hálfleik.

Heimamenn í Genoa voru betri í síðari hálfleik og verðskulduðu sigurmarkið sem Goran Pandev skoraði á lokakaflanum.

Genoa fór úr botnsæti Serie A með sigrinum og er einu stigi frá öruggu sæti í deildinni. Sassuolo er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið, með 19 stig eftir 18 umferðir.

Genoa 2 - 1 Sassuolo
1-0 Domenico Criscito ('29, víti)
1-1 Pedro Obiang ('33)
2-1 Goran Pandev ('86)

SPAL vermir botnsætið á nýjan leik eftir tap á heimavelli gegn nýliðum Verona.

Gamli markarefurinn Giampaolo Pazzini skoraði snemma leiks og versnuðu hlutirnir talsvert fyrir heimamenn þegar Nenad Tomovic fékk beint rautt spjald skömmu fyrir leikhlé.

Seinni hálfleikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir liðsmuninn en það voru gestirnir sem tryggðu sér sigurinn með marki Mariusz Stepinski á lokakaflanum.

SPAL er þremur stigum frá öruggu sæti í deild á meðan Verona er óvænt í efri hlutanum, með 22 stig eftir 17 umferðir.

SPAL 0 - 2 Verona
0-1 Giampaolo Pazzini ('14)
0-2 Mariusz Stepinski ('86)
Rautt spjald: Nenad Tomovic, SPAL ('39)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner