Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 05. janúar 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: Auðvelt fyrir KF og Hött/Hugin
Segja Kormák/Hvöt koma inn fyrir Tindastól
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tveir leikir fóru fram í karlaflokki á Kjarnafæðismótinu á Akureyri í dag þar sem Höttur/Huginn og KF unnu leiki sína örugglega.

Þór 2 og Tindastóll áttu einnig að mætast í dag en viðureigninni var frestað. Óstaðfestar fregnir herma að Stólarnir séu hættir við að taka þátt í mótinu og mun Kormákur/Hvöt mögulega taka sætið.

Höttur/Huginn skoraði fjögur mörk gegn KA 3. Arnar Eide Garðarsson gerði fyrsta markið með skalla eftir aukaspyrnu og bættu Austfirðingar tveimur mörkum við undir lok fyrri hálfleiks. Staðan 0-3.

Seinni hálfleikurinn var frekar rólegur en eitt mark kom á 73. mínútu. Það skoraði Kristjón Jakob Ásgrímsson með glæsilegu skoti utan af velli upp í hægra hornið, óverjandi fyrir markmann KA 3.

KF rúllaði þá yfir Samherja og hafði betur með sjö mörkum gegn engu.

Sævar Fylkisson skoraði þrennu í leiknum og gerði Aksentije Milisic tvö.

Leikirnir voru partur af 1. umferð B-deildar Kjarnafæðismótsins.

KF 7 - 0 Samherji
Sævar Fylkisson - 3 mörk
Aksentije Milisic - 2 mörk
Sævar Gylfason - 1 mark
Rafael Feitosa - 1 mark

KA3 0 - 4 Höttur/Huginn
0-1 Arnar Eide Garðarsson ('28)
0-2 Sæbjörn Guðlaugsson ('43)
0-3 Emil Smári Guðjónsson ('45)
0-4 Kristján Jakob Ásgrímsson ('73)
Athugasemdir
banner
banner
banner