Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. janúar 2020 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Michael Oliver skoðaði VAR-skjáinn
Oliver skoðar myndband.
Oliver skoðar myndband.
Mynd: Getty Images
Það átti sér stað stórt atvik í leik Crystal Palace og Derby í enska bikarnum í dag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Derby úr Championship-deildinni gegn úrvalsdeildarliði Palace.

Luka Milivojevic, fyrirliði Palace, var rekinn af velli í síðari hálfleiknum og kláraði úrvalsdeildarliðið leikinn tíu gegn 11.

Það stóra við þetta spjald var það að Michael Oliver, dómari leiksins, fór að sérstökum VAR-skjá til þess að sjá hvort að um væri að ræða rautt spjald eða ekki.

Eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi þá gaf hann Serbanum rauða spjaldið.

VAR var tekið upp í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið, en dómarar hafa verið hvattir að fara ekki upp að VAR-skjánum til að skoða atvik til þess að spara tíma. Enginn dómari hefur hingað til farið upp að VAR-skjá í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Í stað þess hafa dómarar treyst á aðra dómara í VAR-herbergi.

Smelltu hér til að sjá fyrir hvað Milivojevic fékk rauða spjaldið.


Athugasemdir
banner
banner
banner