Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. janúar 2020 17:25
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho ósáttur: Þessi bolti er eins og strandbolti
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var ekki sáttur eftir 1-1 jafntefli gegn Middlesbrough í FA bikarnum í dag.

Mourinho tefldi fram sterku byrjunarliði en það nægði ekki og lentu lærisveinar hans undir í upphafi síðari hálfleiks. Lucas Moura bjargaði jafntefli með jöfnunarmarki tíu mínútum síðar. Tottenham komst nálægt því að gera sigurmark en inn vildi boltinn ekki.

Mourinho var ekki sáttur með mark Middlesbrough sem átti ekki að vera gilt að hans mati og þá var hann sérstaklega ósáttur með boltana sem eru notaðir í bikarnum.

„Markið hjá Middlesbrough var rangstaða. VAR hefði gefið rangstöðu fyrir þetta. Þetta var samt góður leikur," sagði Mourinho.

„Dómarinn var ekki einhver náungi í skrifstofu 200km í burtu. Við erum ekki með VAR, við erum með VR. Í VAR kerfinu felst aðstoð við dómara, það er engin aðstoð í VR kerfinu sem er notað á Englandi.

„Þessi bolti er eins og strandbolti, hann er alltof léttur. Hann hjálpar ekki leikmönnum en það er engin afsökun."


Mourinho hrósaði andstæðingum sínum fyrir góða frammistöðu og tengdi við aukin gæði ensku B-deildarinnar.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Það er auðvelt að rugla Championship liðum saman við úrvalsdeildarlið, gæðin hafa aukist talsvert á undanförnum árum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner