Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. janúar 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Rangers sendir Andy King aftur til Leicester
Mynd: Getty Images
Rangers tryggði sér þjónustu Andy King á lánssamningi frá Leicester City í haust.

King hefur ekki fundið sig í skoska boltanum og hefur Steven Gerrard ákveðið í samráði við stjórn Rangers að senda miðjumanninn til baka úr láninu.

King er 31 árs gamall og hefur skorað 55 mörk í 329 deildarleikjum hjá Leicester. Undanfarin tímabil hefur hann verið lánaður til Swansea City og Derby County en ekki gengið sem skildi.

Hjá Rangers kom King aðeins við sögu í fimm leikjum á tímabilinu. Hann kom alltaf inn af bekknum og spilaði í heildina tæpar 90 mínútur, þar af tæpan hálftíma í deildinni.

King hefur ekki fengið mínútu síðan í september og er framtíð hans í óvissu. Samningur hans hjá Leicester rennur út næsta sumar og líklegt að félagið reyni að losa sig við hann strax í janúar.

King á 50 landsleiki að baki fyrir Wales.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner