Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 05. janúar 2020 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Cazorla með sigurmark í óvæntum sigri
Mynd: Getty Images
Villarreal vann óvæntan sigur á útivelli gegn Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. Það var Santi Cazorla, fyrrum leikmaður Arsenal, sem gerði sigurmarkð.

Willian Jose kom Sociedad yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 í hálfleik. Villarreal jafnaði úr vítaspyrnu á 58. mínútu og skoraði Cazorla sigurmarkið á 72. mínútu.

Villarreal fer upp í níunda sæti með þessum sigri, en Sociedad er í fimmta sæti með 31 stig. Liðið er fjórum stigum frá Sevilla, sem er í fjórða sæti.

Villrreal komst upp fyrir Granada með sigrinum, en Granada lagði Mallorca að velli fyrr í dag, 1-0. Mallorca er í 17. sæti, einu stigi frá fallsæti.

Granada CF 1 - 0 Mallorca
1-0 Angel Montoro ('24 )

Real Sociedad 1 - 2 Villarreal
1-0 Willian Jose ('22 )
1-1 Manu Trigueros ('58 , víti)
1-2 Santi Cazorla ('72 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner