sun 05. janúar 2020 22:07
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Celta Vigo komið úr fallsæti
Aleix Vidal, hér í leik gegn sínum gömlu liðsfélögum, skoraði fyrir Alaves í dag.
Aleix Vidal, hér í leik gegn sínum gömlu liðsfélögum, skoraði fyrir Alaves í dag.
Mynd: Getty Images
Chimy Avila er funheitur þessar vikurnar.
Chimy Avila er funheitur þessar vikurnar.
Mynd: Getty Images
Alaves tók á móti Real Betis í spænska boltanum fyrr í dag og komust heimamenn yfir með marki frá Aleix Vidal, á láni frá Sevilla, snemma leiks.

Hinn 38 ára gamli Joaquin fékk kjörið tækifæri til að jafna fyrir Betis undir lok fyrri hálfleiks en hann lét verja frá sér vítaspyrnu.

Varnarmaðurinn Emerson jafnaði leikinn fyrir gestina með skalla á 55. mínútu og fékk miðvörðurinn Zouhair Feddal beint rautt spjald fyrir brot sem aftasti maður á 78. mínútu.

Meira var ekki skorað og niðurstaðan sanngjarnt jafntefli. Alaves er fimm stigum frá fallsæti, með 20 stig eftir 19 umferðir. Betis er með 24 stig.

Alaves 1 - 1 Real Betis
1-0 Aleix Vidal ('14)
1-1 Emerson ('55)
Rautt spjald: Zouhair Feddal, Betis ('78)

Celta Vigo tók þá á móti Osasuna og var staðan markalaus í leikhlé þrátt fyrir yfirburði heimamanna.

Celta tók öll völd á vellinum í síðari hálfleik og tók loks forystuna á 75. mínútu, þegar Santi Mina skoraði eftir góða stungusendingu frá Joseph Aidoo. Mina náði til knattarins á undan Sergio Herrera sem rauk af marklínu Osasuna og missti af boltanum.

Gestirnir náðu þó að svara fyrir sig átta mínútum síðar þegar Chimy Avila skoraði með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Pervis Estupinan. Þetta var sjöunda mark Avila í sjö síðustu deildarleikjum Osasuna.

Heimamenn í Celta geta verið svekktir með að hafa ekki tekist að sigra og er liðið áfram í fallbaráttu, með 15 stig eftir 19 umferðir. Osasuna er með 24 stig.

Celta Vigo 1 - 1 Osasuna
1-0 Santi Mina ('75)
1-1 Chimy Avila ('83)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner
banner