Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 05. janúar 2021 15:12
Magnús Már Einarsson
40 smit í ensku úrvalsdeildinni í síðustu viku
Mynd: Getty Images
40 greindust með kórónuveiruna í ensku úrvalsdeildinni í skimunum hjá leikmönnum og þjálfurum í deildinni.

2295 leikmenn og þjálfarar fóru í kórónuveirupróf og smitin reyndust vera 40. 28 greindust smitaðir í prófum sem fóru fram 28-31. desember og 12 í prófum 1-3. janúar.

Það er gríðarleg aukning frá því í þarsíðustu viku þegar 18 smit greindust. Sú vika hafði verið með hæstu smittöluna hingað til á tímabilinu.

Hópsmit varð hjá Fulham í síðustu viku og fresta þurfti tveimur leikjum þeirra. Þá greindust nokkrir leikmenn og starfsmenn Manchester City með veiruna.

Kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti í Englandi en búið er að setja á útgöngubann þar í landi. Keppni í ensku úrvalsdeildinni mun þó halda áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner