Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 05. janúar 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Hver tekur við Chelsea ef Lampard verður rekinn?
Lampard á æfingasvæðinu.
Lampard á æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, Massimiliano Allegri, Brendan Rodgers og Ralph Hasenhuttl hafa verið nefndir í umræðunni um næsta stjóra Chelsea ef Frank Lampard verður rekinn.

Þó er talið að Lampard muni fá tíma til að snúa gengi liðsins við. Chelsea hefur aðeins unni einn leik af síðustu sex í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa fengið mikið fjármagn til leikmannakauapa.

Chelsea er nú í níunda sæti í deildinni.

Eigandinn Roman Abramovich hefur það orðspor að hika ekki við að láta stjóra fara og The Independent segir að félagið sé tilbúið með nöfn á blaði ef Lampard mistekst að koma bláliðum á beinu brautina.

Meðal nafna á lista eru Tuchel, fyrrum stjóri Paris Saint-Germain, og Allegri, fyrrum stjóri Juventus. Tuchel var rekinn frá PSG í síðasta mánuði og Allegri hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Juventus sumarið 2019.

Hinir tveir aðilarnir eru að gera góða hluti í ensku úrvalsdeildinni. Rodgers hefur gert flotta hluti með Leicester en hann var þjálfari hjá yngri liðum Chelsea snemma á þjálfaraferli sínum. Austurríkismaðurinn Hasenhuttl hefur gert mjög áhugaverða hluti með Southampton og horfa stærri félög til hans.
Athugasemdir
banner
banner