Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 05. janúar 2021 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Vonandi verður Wembley ekki tómur
Mynd: Getty Images
Tottenham lagði Brentford að velli í undanúrslitum deildabikarsins í kvöld og var Jose Mourinho kátur að leikslokum.

Mourinho vill vinna titla með Tottenham og var markmið hans alltaf að vinna deildabikarinn rétt eins og allar aðrar keppnir.

„Auðvitað er ég mjög ánægður, við erum búnir að tryggja okkur farmiða í úrslitaleik á Wembley. Vonandi verður hann ekki tómur," sagði Mourinho. „Við höfum þurft að vinna nokkra grannaslagi til að komast hingað en þetta er leikurinn sem kom okkur í úrslit.

„Núna geymum við þennan úrslitaleik í þrjá mánuði og færum einbeitinguna yfir á FA bikarinn, úrvalsdeildina og Evrópudeildina. Við ætlum að gleyma þessum úrslitaleik í bili en svo verðum við að vera klárir í slaginn í apríl."


Tottenham vann leikinn nokkuð þægilega, eða 2-0, en gestirnir úr Championship-deildinni sýndu fínar rispur í leiknum og skoruðu rangstöðumark.

„Við vorum ekki stórkostlegir en samt alltaf með stjórn á leiknum. Þetta var erfiður leikur gegn sterku liði sem mun líklega spila í úrvalsdeildinni á næsta ári."
Athugasemdir
banner
banner
banner