Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 05. janúar 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Everton goðsögn tekur sæti í stjórninni
Mynd af Graeme Sharp á Goodison Park.
Mynd af Graeme Sharp á Goodison Park.
Mynd: EPA
Everton goðsögnin Graeme Sharp hefur tekið sæti í stjórn félagsins en hann mun koma að ákvörðunum félagsins varðandi fótboltatengd málefni.

Sharp er 61 árs og spilaði 447 leiki fyrir félagið milli 1980 og 1991 er næst markahæsti leikmaður í sögu Everton.

„Við vorum ákveðnir í að hafa einhvern með okkur sem er ekki bara með mikla þekkingu af Everton heldur einnig með mikla innsýn í fótboltann og reynslu," segir Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton.

„Við vildum fá einhvern sem kæmi með stuðning og myndi líka vera gagnrýninn. Við fáum þetta inn með Sharpy."
Athugasemdir
banner
banner