Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. febrúar 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Borg spilaði sínar fyrstu 90 mínútur í 13 mánuði
Arnór Borg er á mála hjá Swansea.
Arnór Borg er á mála hjá Swansea.
Mynd: Arnór Borg Guðjohnsen
Arnór Borg Guðjohsen lék fyrr í vikunni allan leikinn er U23 lið Swansea tapaði 4-0 gegn Newcastle.

Arnór segir frá því á Instagram-síðu sinni að þetta hafi verið í fyrsta sinn í 13 mánuði sem hann spilar heilan leik. Hann getur því tekið eitthvað jákvætt frá honum.

Arnór er sonur Arnórs Guðjohnsen og hálfbróðir Eiðs Smára Guðjohnsen. Hann fór til Swansea frá Breiðabliki árið 2017.

Arnór hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli eins og hann lýsti í viðtali við Fótbolta.net á síðasta ári.

„Vonandi næ ég að standa mig vel hér restina af tímabilinu. Það væri gaman ef frammistaðan verður á þann máta að tekið verður eftir henni," sagði Arnór í viðtalinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner