Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 05. febrúar 2020 18:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Spurs og Dýrlinganna: Mourinho með varnarsinnað lið
Sofiane Boufal byrjar.
Sofiane Boufal byrjar.
Mynd: Getty Images
Ndombele er í byrjunarliði Spurs.
Ndombele er í byrjunarliði Spurs.
Mynd: Getty Images
Klukkan 19:45 hefst viðureign Tottenham og Southampton í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikurinn er seinni leikur liðanna þar sem liðin gerðu jafntefli í janúar á heimavelli Southampton. 1-1 fór sá leikur þar sem Heung-min Son skoraði mark Tottenham og Sofiane Boufal jafnaði seint í leiknum fyrir Southampton.

Sá leikur var fyrri einni og hálfri viku. Í millitíðinni léku liðin einn deildarleik. Tottenham lagði Man City á heimavelli, 2-0, en Southampton tapaði, 4-0, á útivelli gegn toppliði Liverpool.

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá sigrinum á City. Jan Vertonghen kemur inn fyrir Davison Sanchez, Eric Dier byrjar í stað Gio Lo Celso, Ryan Sessegnon kemur inn fyrir Steven Bergwijn og Tanguy Ndombele byrjar í stað Dele Alli.

Ralph Hassenhuttl, stjóri Southampton, gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Liverpool. Sofiane Boufal byrjar í stað Moussa Djenepo og Angus Gunn byrjar í markinu.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Aurier, Alderweireld, Vertonghen, Tanganga, Dier, Winks, Ndombele, Sessegnon, Lucas, Son.

(Varamenn: Gazzaniga, Sanchez, Cirkin, Skipp, Gedson, Dele, Parrott. )

Byrjunarlið Southampton: Gunn, Ward-Prowse, Stephens, Bednarek, Bertrand, Höjbjerg, Romeu, Boufal, Redmond, Ings, Long.

(Varamenn: Lewis, Vokins, Vestergaard, Smallbone, Armstrong, Obafemi, Adams. )
Athugasemdir
banner
banner
banner