Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. febrúar 2020 18:30
Aksentije Milisic
Di Maria gagnrýnir Man Utd: Ég valdi ekki treyju númer 7
Di Maria í sjöunni.
Di Maria í sjöunni.
Mynd: Getty Images
Það eru fjögur og hálft ár síðan Angel Di Maria, leikmaður PSG, yfirgaf Manchester United en hann var hjá félaginu í aðeins eitt tímabil. Manchester United keypti Di Maria frá Real Madrid árið 2014 fyrir 59,7 milljónir punda.

Di Maria hefur sagt frá því að þegar hann mætti til United þá vildi hann fá treyju númer 11, en það er númerið sem hann er með hjá frönsku meisturunum. Á þessum tíma var Adnan Januzaj númer 11 hjá United sem þýddi að Di Maria fékk hina goðsagnakenndu treyju númer 7.

„Þegar ég kom til PSG, þá sá ég að treyja númer 11 var laus og ég tók hana strax. Ég spilaði oft með þetta númer á bakinu þegar ég var yngri og þess vegna langaði mig í þetta númer aftur," sagði Di Maria.

„Hjá Real var 11 frátekið, svo ég tók 22. En hjá United lét félagið mig fá treyju númer 7, ég fékk ekkert um það að segja. Ég hefði viljað fá 11 en ekki 7.

Eins og áður sagði spilaði Di Maria aðeins eitt tímabil með Man Utd en hann var seldur til PSG á 44,3 milljónir punda í ágúst árið 2015. Þar hefur hann unnið deildartitilinn í þrígang.
Athugasemdir
banner
banner