Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 05. febrúar 2020 21:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enski bikarinn: Tottenham kom til baka í fjörugum leik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tottenham 3 - 2 Southampton
1-0 Jack Stephens ('12 , sjálfsmark)
1-1 Shane Long ('34 )
1-2 Danny Ings ('72 )
2-2 Lucas Moura ('78 )
3-2 Son Heung-Min ('88 , víti)

Það voru fimm mörk skoruð á Tottenham Hotspur vellinum þegar heimamenn tóku á móti Southampton í kvöld í endurteknum leik í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.

Jack Stephens fékk skot Tanguy Ndombele í sig á 12. mínútu og af Stephens fór boltinn í netið. Shane Long jafnaði metin fyrir Southampton á 34. mínútu.

Á 40. mínútu var James Ward-Prowse, miðjumaður Southampton, borinn af velli eftir að hafa fengið takkana á skóm Ryan Sessegnon í hægra hnéið.

Danny Ings kom gestunum yfir á 72. mínútu eftir laglega sókn en Lucas Moura jafnaði leikinn á 78. mínútu með fínu skoti.

Á 88. mínútu skoraði svo Heung-min Son sigurmark leiksins úr vítaspyrnu og skaut Tottenham áfram. Góð endurkoma sem tryggir liðinu leik gegn Norwich í 5. umferð keppninnar.

Gestirnir mega vera svektir að hafa tapað í kvöld. Þeir áttu sjö skot á mark Tottenham gegn fjórum skotum heimamanna, Southampton lék vel en Tottenham gerði nóg.
Athugasemdir
banner
banner