Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 05. febrúar 2020 19:55
Aksentije Milisic
Eriksen: Varð aldrei líklegt að ég færi til Man Utd
Mynd: Getty Images
Nýjasti leikmaður Inter, Christian Eriksen, segir að hans menn hafi rætt við Man Utd um hugsanleg félagsskipti en að hann hafi aldrei hugsað út í það að fara til liðsins.

Inter keypti Eriksen frá Tottenham í glugganum en Eriksen var að renna út af samning hjá Lundúnarliðinu. Real Madrid, Juventus, PSG og Man Utd voru orðuð við leikmanninn ásamt Inter.

„Við töluðum við Man Utd og við fengum að heyra hvað væri mögulegt og hvað ekki," sagði Daninn.

„En að lokum hugsaði ég aldrei beint út í það að fara þangað. Mig langaði í nýja áskorun. Að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni hefði verið alltof auðveld lausn. Það var líka möguleiki að vera áfram hjá Tottenham en mig langaði í nýja áskorun. Þegar ég heyrði af áhuga frá Inter, þá var ekki aftur snúið."

Eriksen segir að allt hafi byrjað að fara niður á við eftir að Tottenham tapaði gegn Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner