Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 05. febrúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi sá besti sem Mikael hefur spilað með
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson var í viðtali hjá Ronaldo.com í Danmörku fyrr í þessari viku.

Mikael, sem verður 22 ára næsta sumar, er kantmaður og leikur hann með Midtjylland í Danmörku. Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Ísland.

Í viðtalinu segist Mikael vilja bæta sig á síðasta þriðjungnum; hann vill skora fleiri mörk og leggja upp fleiri mörk. Hann segir drauminn vera að spila fyrir Manchester United og að markmiðið sé að spila í einni af þremur sterkustu deildum Evrópu á næstu fimm árum.

Þá segir hann Gylfa Sigurðsson, félaga sinn í íslenska landsliðinu, vera besta leikmann sem hann hefur spilað með.

„Besti leikmaðurinn sem ég hef spilað með er Gylfi Sigurðsson úr Everton. Hann er með svo rólegur á boltann, með mikla yfirsýn og mikil gæði."

„Besti leikmaður sem ég hef spilað gegn er örugglega Frenkie de Jong úr Barcelona. Hann tapar einfaldlega ekki boltanum," segir Mikael enn fremur.

Hérna má lesa viðtalið.
Athugasemdir
banner
banner