Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. febrúar 2020 21:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Henderson hefur ekki alltaf verið dýrkaður og dáður á Anfield
Mynd: Getty Images
Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Jordan Henderson lífið hjá Liverpool. Hann hefur þurft að sýna sig og sanna fyrir stjórum og stuðningsmönnum og oft fengið mikla gagnrýni þegar illa hefur gengið.

Nú hafa hlutirnir breyst. Margt bendir til þess að Hendo, eins og hann er stundum kallaður, verði valinn besti leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrir níu árum var hann keyptur á 20 milljónir punda frá Sunderland. Einhverjar vangaveltur voru þá í gangi um að Henderson tæki við sem arftaki Steven Gerrard. Engum datt í hug að hann gæti fyllt í þá skó sem Gerrard myndi skilja eftir sig.

Í fyrsta félagaskiptaglugganum undir stjórn Brendan Rodgers var Henderson boðinn til Fulham. Hinn 21 árs gamli Hendo neitaði að fara til Craven Cottage. Hann var ekki á þeim buxunum að láta bola sig í burtu frá félaginu.

Henderson náði að sanna sig fyrir Rodgers og lék hann lykilhlutverk undir hans stjórn. Henderson missti af þremur af síðustu fjórum leikjum Liverpool vorið 2014. Margir eru á því að það sé ekki atvikið þegar Gerrard rann gegn Chelsea sem fór með titilvonir Liverpool heldur sú staðreynd að Henderson var í leikbanni.

Jurgen Klopp sá svo strax hvað hann hafði í Henderson, mann sem hann gat treyst á og hefur hann blómstrað undir stjórn Þjóðverjans. Talið er að Henderson berjist um titilinn leikmaður tímabilsins við þá Trent Alexander-Arnold, Alisson Becker og Virgil van Dijk.
Athugasemdir
banner
banner
banner