Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. febrúar 2020 20:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höness: Davies getur orðið einn sá besti
Davies í leiknum gegn Hoffenheim í bikarnum sem nú er í gangi.
Davies í leiknum gegn Hoffenheim í bikarnum sem nú er í gangi.
Mynd: Getty Images
Alphonso Davies, vinstri bakvörður Bayern Munchen, hefur leikið sextán deildarleiki á leiktíðinni. Þessi nítján ára leikmaður er frá Kanada og gekk í raðir Bayern síðasta sumar.

Sebastian Höness, þjálfari varaliðs Bayern, segir Davies geta orðið einn besta vinstri bakvörð heims.

„Phonzy er nú þegar einn af þeim leikmönnum sem spilar hvað best með Bayern," sagði Sebastian við Goal.

„Hann hefur sýnt að hann á heima í aðalliðinu. Ef þróun hans heldur áfram þá hefur hann allt það sem til þarf til að verða einn besti vinstri bakvörður í heimi," sagði Höness um Davies.

Davies lék nokrka leiki með varaliðinu áður en hann var valinn inn í aðalliðið í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner