Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. febrúar 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikjum frestað í Meistaradeild Asíu út af kóróna­veirunni
Fabio Cannavaro er þjálfari Guangzhou Evergrande í Kína.
Fabio Cannavaro er þjálfari Guangzhou Evergrande í Kína.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusamband Asíu hefur frestað fyrstu leikjum hjá kínverskum félögum í Meistaradeild Asíu út af kórónaveirunni.

Kórónaveiran sem kennd er við Wuhan-borg í Hubei-héraði í Kína kom fyrst upp í byrjun desember. Fram kemur í frétt RÚV í gærmorgun að 427 hafi látist vegna veirunnar, þar af tveir utan kína.

Meistaradeildin í Kína á að hefjast næsta þriðjudag. Fjögur lið frá Kína - Beijing Guoan, Guangzhou Evergrande, Beijing FC og Shanghai Shenhua - taka þátt í keppninni.

Út af kórónaveirunni munu Beijing Guoan, Guangzhou Evergrande og Shanghai Shenhua ekki geta tekið þátt í fyrstu leikjum sínum. Beijing FC getur það þar sem liðið hefur verið við æfingar í Suður-Kóreu og þarf líklega ekki að fara í sóttkví.

Knattspyrnusamband Asíu sagði í síðustu viku að félög í Kína skyldu færa heimaleiki sína á útivöll, og fá þannig heimaleiki sína síðar í riðlakeppninni. Það flækti málin að Ástralíu lokaði landamærum sínum frá ferðum frá Kína. Núna mega aðeins ríkisborgarar, íbúar og nánustu fjölskyldumeðlimir þeirra koma til Ástralíu frá Kína.

Kórónaveiran hefur haft mikil áhrif á kínverskan fótbolta og íþróttir í heild sinni. Búið er að fresta byrjun kínversku Ofurdeildarinnar um óákveðinn tíma
Athugasemdir
banner