mið 05. febrúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Loftus-Cheek spilaði sinn fyrsta leik síðan í maí
Mynd: Getty Images
Ruben Loftus-Cheek, miðjumaður Chelsea, spilaði klukkutíma með Chelsea í æfingaleik gegn B-liði Brentford í gær. Þetta var fyrsti leikur Loftus-Cheek síðan hann sleit hásin í æfingaleik í Bandaríkjunum í maí í fyrra.

Hinn 24 ára gamli Loftus-Cheek mun vinna í að komast í betra form næstu vikurnar og hann gæti síðan náð lokaspretti tímabilsins með Chelsea.

Loftus-Cheek á tíu landsleiki að baki með enska landsliðinu en hann var í hópnum sem fór á HM í Rússlandi árið 2018.

Endurkoma hans kemur á góðum tíma fyrir Chelsea en liðið er ennþá í harðri baráttu í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni og enska bikarnum.

Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Brentford B í leiknum í gær og átti góðan leik eins og sjá má hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner