Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. febrúar 2020 19:00
Aksentije Milisic
Manchester City fylgist með miðverði Swansea
Joe Rodon í leik með velska landsliðinu.
Joe Rodon í leik með velska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Manchester City er að fylgjast náið með hinum 22 ára gamla Joe Rodon sem er miðvörður hjá Swansea. Rodon er landsliðsmaður Wales en hann er aftur byrjaður að spila eftir meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni síðan í október.

Talið er að City vilji kaupa tvo nýja miðverði í sumar og er Joe Rodon einn af þeim sem liðið fylgist með.

Rodon er sagður mjög góður og yfirvegaður á boltanum en hann hefur vakið athygli stórra liða með frammistöðu sinni. Ryan Giggs lét hann spila sinn fyrsta landsleik á ferlinum í september síðastliðnum.

Bournemouth, Everton, Leicester, Chelsea and Arsenal hafa öll fylgst með Rodon síðustu 18 mánuði eða eftir að hann vann sér inn sæti í byrjunarliðinu hjá Swansea.

Framtíð John Stones og Nicolas Otamendi hjá Man City er óljós en njósnarar City hafa tekið eftir Rodon og fylgjast vel með gangi mála hjá kauða.
Athugasemdir
banner
banner
banner