mið 05. febrúar 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho bjartsýnn á að Kane nái lokasprettinum
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er bjartsýnn á að Harrry Kane nái síðustu tveimur leikjum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Kane meiddist aftan í læri á Nýársdag og fór í aðgerð í kjölfarið. Hann hefur æfingar í apríl og stefnir á að vera kominn í gott form fyrir EM í sumar.

„Það hefur ekki verið neitt bakslag. Það hefur ekkert gerst, allt er í lagi og hann er í meðhöndlun," sagði Mourinho.

Mourinho nefndi síðan að Kane geti vonandi snúið aftur gegn Leicester 9. maí, í síðasta heimaleik tímabilsins hjá Tottenham.

„Kannski getur hann hjálpað okkur í þeim leik. Ég vona það," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner