Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. febrúar 2020 18:33
Aksentije Milisic
Mourinho um VAR: Geri aldrei mistök þegar ég spila Playstation
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur sagt frá því að honum finnst gott að setjast niður fyrir framan sjónvarpið og spila tölvuleiki eftir erfiðan vinnudag.

Þetta sagði Jose eftir að hann var spurður spurninga um VAR en myndband hefur gengið um á netinu þar sem Mourinho fór frá því að vera brosandi í að vera brjálaður á einni sekúndu þegar hann komst að því að Raheem Sterling lét sig falla á gulu spjaldi í leik gegn Spurs um síðustu helgi en VAR ákvað að reka Sterling ekki útaf.

„Það sem ég get sagt er að ef dómarar mega ekki fara að skjánum, skoða atvikið sjálfir og taka svo ákvörðun, þá má breyta nafninu úr VAR og í VR. Vegna þess að dómari leiksins er ekki að taka stóru ákvarðanirnar sjálfur," sagði Jose en VAR stendur fyrir video assistant referee en Mourinho segir þetta vera video referee.

„Þegar ég spila Playstation geri ég ekki mistök. Ég geri mistök þegar ég er á hliðarlínunni. Dómarar geta gert mistök því það er ótrúlega erfitt að sjá öll þessi atvik sem gerast svona hratt, bara einu sinni. Okkur er refsað af VAR sem er erfitt að samþykkja, því þeir hafa tíma til að taka ákvörðun."

Mourinho og lærisveinar hans mæta Southampton í endurteknum leik í ensku bikarkeppninni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner