Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 05. febrúar 2020 13:44
Miðjan
Sögðu að Ragna Lóa væri hjákona Sol Campbell
Hélt partý í húsi eiganda Crystal Palace
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragna Lóa Stefánsdóttir, aðstoðarþjálfari KR, er gestur í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í dag. Þar talar hún um það þegar bresk slúðurblöð héldu því fram að hún væri hjákona Sol Campbell.

Ragna Lóa var á þessum tíma eiginkona Hermanns Hreiðarssonar en hann og Hermann voru liðsfélagar hjá Portsmouth. Í dag stýrir Campbell liði Southend og Hermann er aðstoðarstjóri þar.

„Einu sinni var mynd af mér og Sol Campbell eftir lokahóf. Það var búið að klippa Hemma af við hliðina á mér og við vorum á forsíðunni þar sem stóð: 'Hvaða konu er Sol Campbell að deita?' Þeir eru svo ósvífnir," sagði Ragna Lóa í Miðjunni.

„Þeir köttuðu Hemma út og ég var nýja viðhaldið hans Sol. Mér var alveg sama. Þetta var bara fyndið."

Í Miðjunni talar Ragna Lóa einnig um það þegar hún bauð liðsfélögum sínum í KR í partý á heimili eiganda Crystal Palace á þeim tíma sem Hermann spilaði með liðinu.

„Eigandi Crystal Palace og konan hans urðu miklir vinir okkar. Þeim fannst ótrúlegt hvernig við höguðum okkur. Þegar KR liðið kom út spurði Hemmi eigandann hvað hann væri að fara að fara að gera í kvöld," sagði Ragna Lóa.

„Hann var að fara út að borða með konunni sinni og þá sagði Hemmi: 'Fínt, ég þarf að fá lánað húsið þitt.' Þetta var algjör villa. Þar vorum við með allt KR liðið og þvílíkt stuð. Þegar þau komu heim var allt úti um allt og fólk ofan í sundlauginni. Síðan var einhver sem bauð þeim drykk eins og þau ættu ekki heima þarna,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Ragna Lóa: Vakna þú mín þyrnirós
Athugasemdir
banner
banner