Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. febrúar 2020 12:27
Elvar Geir Magnússon
Svefnlaus Ighalo tók á sig launalækkun til að fara til Man Utd
Odion Ighalo í leik með nígeríska landsliðinu.
Odion Ighalo í leik með nígeríska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Odion Ighalo segir að hann hafi verið svo ákveðinn í að ganga í raðir Manchester United að hann hafi tekið á sig launalækkun. Þá segist hann ekkert hafa sofið nóttina sem samkomulag náðist.

Þessi þrítugi nígeríski sóknarmaður kemur á láni frá Shanghai Shenhua í Kína út tímabilið.

Ighalo, sem er fyrrum sóknarmaður Watford, segir að móðir sín hafi grátið þegar hún heyrði fréttirnar og að partí hafi verið haldið á götunni þar sem hann ólst upp.

„Nokkur önnur félög sýndu áhuga en ég sagði við umboðsmann minn 'Ég vil fara til United ef það er möguleiki'. Umboðsmaður minn hringdi í mig klukkan ellefu um kvöldið í Sjanghæ," segir Ighalo.

„Hann sagði mér að United vildi gera samning. Ég fór að leita að túlki sem gæti farið að herbergi framkvæmdastjóra félagsins og barið á dyrnar. Ég sagði að United vildi fá mig og að þeir þyrftu að láta það ganga upp."

Ighalo, umboðsmaður hans og félögin ræddu málin um nóttina og kláruðu öll pappírsmál áður en glugganum var lokað, klukkan 7 um morguninn í Sjanghæ.

„Umboðsmaður minn sagði að ég þyrfti að taka á mig launalækkun til að fara til United. Ég sagði að mér væri sama. Ég vildi fara til United og væri sama hversu mikil launalækkunin væri."

Ighalo segist hafa verið stuðningsmaður Manchester United síðan hann var krakki og að draumur sé að rætast.

„Ég hringdi í mömmu og hún var ánægð, hún grét. Þegar ég var hjá Watford þá vissu liðsfélagar mínir að ég elska Manchester United. Ég held með þeim," segir Ighalo.
Athugasemdir
banner
banner
banner