Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. febrúar 2020 19:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýski bikarinn: Leverkusen áfram - Union marði 4. deildarlið
Robert Andrich skoraði sigurmark Union Berlin í kvöld.
Robert Andrich skoraði sigurmark Union Berlin í kvöld.
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum er lokið í þýsku bikarkeppninni, DFB Pokal. Bayer Leverkusen tók á móti Stuttgart sem leikur í næstefstu deild og Union heimsótti Verl sem leikur í Vesturdeildinni, svæðisskiptri 4. deild.

Í Leverkusen var staðan jöfn í hálfleik og fram að 71. mínútu þegar Fabian Bredlow, leikmaður Stuttgart, skoraði sjálfsmark. Sjö mínútum seinna kom Lucas Alario Leverkusen í 2-0 en Silas Wamangituka minnkaði muninn skömmu síðar. Niðurstaðan 2-1 sigur heimamanna sem eru komnir í 8-liða úrslit keppninnar.

Verl hélt út í 85 mínútur gegn Bundesliga liði Union en á 86. mínútu skoraði Robert Andrich eina mark leiksins, sigurmarkið. Union því komið áfram eins og Leverkusen.

Bayer 2 - 1 Stuttgart
1-0 Fabian Bredlow ('71 , sjálfsmark)
2-0 Lucas Alario ('83 )
2-1 Silas Wamangituka ('85 )

Verl 0 - 1 Union Berlin
0-1 Robert Andrich ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner