Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. febrúar 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Verður sérstakt fyrir Rooney að mæta Man Utd
Wayne Rooney hefur verið að spila á miðjunni hjá Derby.
Wayne Rooney hefur verið að spila á miðjunni hjá Derby.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney hjálpaði Derby að vinna Northampton 4-2 í enska bikarnum í gær, hann skoraði fjórða mark síns liðs af vítapunktinum. Derby mun mæta Manchester United í fimmtu umferð keppninnar.

Leikurinn verður 2. mars og segir Philip Cocu, stjóri Derby, að það verði „sérstök stund" fyrir Rooney.

„Ég er viss um að hann verði klár í slaginn. Wayne Rooney mætir félagi þar sem hann átti magnaðan feril svo auðvitað verður þetta sérstakt," segir Cocu.

Rooney er markahæsti leikmaður í sögu United en þetta verður í fyrsta sinn sem hann mætir liðinu síðan hann tapaði 2-0 með Everton á Goodison þann 1. janúar 2018.

Rooney, sem er orðinn 34 ára, hefur verið að spila sem afturliggjandi miðjumaður hjá Derby síðan hann kom til félagsins í byrjun janúar.

„Hann kom aftur frá Bandaríkjunum og kom til okkar. Nú mætir hann sínu gamla félagi ar sem hann átti frábæran feril. Þetta verður yndislegur leikur, ekki bara fyrir Wayne heldur alla hjá félaginu. Þetta er leikur sem ég hlakka til, gegn sterkum andstæðingum en við ætlum okkur að vinna hann," segir Cocu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner