Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. febrúar 2020 14:55
Elvar Geir Magnússon
Vilja öll vera áfram í stjórn KSÍ
Gísli Gíslason.
Gísli Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar KSÍ rennur út núna á laugardaginn.

Tveggja ára kjörtímabili fjögurra einstaklinga í stjórn KSÍ lýkur á 74. ársþingi KSÍ sem fram fer 22. febrúar.

Um er að ræða Gísla Gíslason (Akranesi), Inga Sigurðsson (Vestmannaeyjum), Ragnhildi Skúladóttur (Reykjavík) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ).

Öll fjögur gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 73. ársþingi KSÍ í febrúar 2019. Tveggja ára kjörtímabili Guðna sem formanns lýkur á 75. ársþingi KSÍ árið 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner