Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. febrúar 2023 19:22
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Höjbjerg og Navas bestir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Tottenham vann flottan 1-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem Harry Kane skoraði eina markið. Það reyndist vera mark númer 200 í ensku úrvalsdeildinni, þar sem hann er þriðji markahæstur frá upphafi eftir Wayne Rooney og Alan Shearer.


Kane átti flottan leik en var þó ekki valinn maður leiksins í einkunnagjöf Sky Sports, heldur var það Pierre-Emile Höjbjerg.

Danski landsliðsmaðurinn Hojbjerg fær 9 í einkunn hjá Sky enda átti hann frábæran leik á miðjum vellinum auk þess að búa til eina mark leiksins. Daninn vann boltann ofarlega á vellinum og lagði hann á Kane sem skoraði.

Í liði Man City voru Jack Grealish, Manuel Akanji og Rico Lewis bestir að mati Sky með 7 í einkunn. Rodri og Erling Haaland voru taldir lakastir og fengu því 5 fyrir sinn þátt.

Fyrr í dag hafði Nottingham Forest betur gegn Leeds United þökk sé marki frá Brennan Johnson. Þar var Keylor Navas, markvörður Forest, valinn sem besti leikmaður vallarins.

Tottenham: Lloris (7), Emerson (8), Romero (6), Dier (7), Davies (7), Perisic (7), Hojbjerg (9), Bentancur (7), Kulusevski (7), Kane (8), Son (7).
Varamaður: Sessegnon (5)

Man City: Ederson (6), Walker (6), Akanji (7), Ake (6), Lewis (7), Rodri (5), Silva (6), Grealish (7), Mahrez (6), Haaland (5), Alvarez (6).
Varamaður: De Bruyne (6)

Forest: Navas (8); Williams (7), McKenna (7), Boly (7), Lodi (6); Freuler (6), Mangala (5), Danilo (5); Johnson (8), Wood (6), Gibbs-White (7)
Varamenn: Aurier (7), Colback (7), Surridge (6)

Leeds: Meslier (6); Ayling (7), Wober (6), Cooper (5), Struijk (4); Roca (6), Adams (6), Harrison (5); Sinisterra (4), Bamford (4), Gnonto (5)
Varamenn: McKennie (6), Summerville (6), Rutter (5), Firpo (6)


Athugasemdir
banner
banner