Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. mars 2018 10:35
Elvar Geir Magnússon
Selja eða halda? - Það sem Arsenal ætti að gera við leikmenn sína
Lítið eftir á tanknum.
Lítið eftir á tanknum.
Mynd: Getty Images
Má muna fífil sinn fegurri.
Má muna fífil sinn fegurri.
Mynd: Getty Images
Arsenal vill halda Bellerín.
Arsenal vill halda Bellerín.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Hefur engan veginn fundið sig hjá Arsenal.
Hefur engan veginn fundið sig hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Fjórir tapleikir í röð hjá Arsenal og ástandið hjá félaginu er ansi slæmt. Margir eru á því að Arsene Wenger sé kominn á endastöð, en hvað með leikmennina?

Blaðamenn Mirror tylltu sér í dómarasætið og lögðu mat á hvað Arsenal ætti að gera við leikmannahóp sinn 2018/19 tímabilið. Hér er niðurstaðan.

MARKVERÐIR

Petr Cech - SELJA
Aldurinn hefur færst yfir og það er kominn tími fyrir Arsenal að fara fram veginn.

David Ospina - SELJA
Þegar þú hefur lengi verið varamarkvörður þarftu að velja hvort þú viljir halda þér í þægindarammanum eða fara að spila. Hann er ekki nægilega góður til að taka við hönskunum af Cech.

VARNARMENN

Laurent Koscielny - SELJA
Einu sinni var hann hraður varnarmaður með frábærar staðsetningar en sá tími er að baki. Gæti mögulega farið í hálfgert Mertesacker hlutverk en vænlegast er líklega að selja.

Rob Holding - HALDA (en lána ef mögulegt er)
Líklega ekki nógu góður en þegar horft er á aðra varnarmenn Arsenal þá hugsar maður út í að ekki sé hægt að losa sig við þá alla! Holding sleppur við niðurskurð.

Nacho Monreal - HALDA
Hefur skorað óvænt mörk og stuðningsmönnum Arsenal líkar vel við hann. Vinsæll í hópnum og við þurfum að reyna að bæta móralinn.

Shkodran Mustafi - SELJA
Þjóðverjinn er enn aðeins 25 ára og Arsenal gæti því fengið væna upphæð fyrir hann. Félagið á að taka peninginn og hlaupa í burtu.

Calum Chambers - SELJA
Ætti að vera orðinn betri núna en hann er. Hefur þegar verið lánaður og spurning hvert næsta skref verður.

Hector Bellerín - HALDA (vonandi)
Einn af fáum í hópnum sem maður gæti séð fyrir sér vera frábæran hjá öðru liði. Hann fær kannski ekki skiptin til Barcelona sem eitt sinn var spáð en það munu félög reyna að kaupa hann. Arsenal vill halda honum en hvort félagið geti það er önnur saga.

Sead Kolasinac - HALDA
Byrjaði tímabilið mjög vel en svo fór að halla undan fæti. Hann er líkamlega sterkur og með leiðtogahæfileika svo hann fær að vera áfram... í bili.

MIÐJUMENN

Henrikh Mkhitaryan - HALDA
Hefur aðeins verið í nokkrar vikur.

Aaron Ramsey - HALDA
Ef nýr maður tekur við ætti hann að endursemja við þann velska.

Jack Wilshere - HALDA
Eitt af því fá sem hefur glatt stuðningsmenn Arsenal að undanförnu er að sjá Wilshere tækla andstæðinga af og til.

Mesut Özil - HALDA
Þú ákveður ekki að borga einhverjum 350 þúsund pund í vikulaun og losa svo við hann. Ekki nema samningurinn sé til þess gerður að fá hærri upphæð fyrir hann í sumar.

Alex Iwobi - HALDA
Wenger spilar honum kannski of oft en hann er aðeins 21 árs og ætti allavega að vera nothæfur í breiddina.

Santi Cazorla - LOSA (tár)
Við erum ekki að segja að það verði auðvelt og við vorkennum honum en það er kominn tími til að kveðja leikmann sem hefur ekki spilað síðan í október 2016.

Granit Xhaka - SELJA
Skjótið honum út úr einni af fallbyssunum fyrir framan Emirates ef nauðsynlegt er. Arsenal þarf miklu betri miðjumann.

Ainsley Maitland-Niles - HALDA
Einn af fáum sem hafa grætt á ruglinu sem hefur verið í gangi á tímabilinu. Maitland-Niles hefur spilað 21 leik fyrir Arsenal og öðlast dýrmæta reynslu. Hann er betri leikmaður fyrir vikið.

Mohamed Elneny - SELJA
Kannski er möguleiki á að færa hann í miðvörðinn ef Arsenal ætlar að spila með þriggja hafsenta kerfi næsta tímabil. Hann býður ekki upp á mikið sem miðjumaður. Við látum hann fara og veltum því fyrir okkur hvort einhver muni taka eftir því.

SÓKNARMENN

Alexandre Lacazette - HALDA
Franski sóknarmaðurinn hefur ekki verið markavélin sem vonir voru bundnar við. En það er ekki hægt að losna við hann strax er það? Allavega ekki á meðan það kemur ekki stórt tilboð, og hver ætti að koma með það?

Pierre-Emerick Aubameyang - HALDA
Verður ekki glaður nema gæðaleikmenn verði keyptir í kringum hann í sumar.

Danny Welbeck - SELJA
Það kemur minna og minna út úr honum. Kominn tími til að hann fari í minna félag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner